Fótbolti

Beckham varaður við reiðum áhorfendum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Forseti bandaríska knattspyrnusambandsins, Sunil Gulati, hefur varað David Beckham við því að hann muni fá kaldar móttökur frá áhorfendum þegar hann snýr aftur á völlinn í bandaríska boltanum.

„Það er óumflýjanlegt að hann fái kaldar móttökur. Á endanum er hann samt góður fótboltamaður og goðsögn. Hann mun klárlega hjálpa sínu liði mikið," sagði Gulati.

„Hann má samt búast við reiðu fólki sem mun láta hann heyra það. Ekki spurning."

Beckham spilar með LA Galaxy gegn New York Red Bulls þann 17. júlí.

Tímabilið í Bandaríkjunum byrjaði í mars og Galaxy er í sjötta sæti af átta í Vesturdeildinni.

Áhorfendatölur hafa hrunið síðan Beckham fór frá félaginu en að meðaltali eru 7.000 færri áhorfendur nú en í fyrra þegar Beckham var að spila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×