Enski boltinn

Campbell ósáttur við Notts County - með tilboð um að spila í úrvalsdeild

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sol Campbell í leik með Portsmouth.
Sol Campbell í leik með Portsmouth. Nordic photos/AFP

Varnarmaðurinn og fyrrum enski landsliðsmaðurinn Sol Campbell stendur nú í stappi við enska d-deildarfélagið Notts County eftir að hann fékk sig lausan undan fimm ára samningi við félagið fyrir skemmstu.

Campbell ásakar félagið um að draga lappirnar í að undirrita pappíra og geri allt til þess að fresta því að leikmaðurinn verði laus allra mála við félagið.

„Þeir virðast vera gera allt til þess að koma í veg fyrir að ég finni mér annað félag. Þeir eru með alla mína pappíra í sínum fórum og reyna að gera allt eins flókið og mögulegt er þegar mjög auðvelt hefði verið að leysa vandamálið.

Fyrst vildu þeir frysta mig í fimm ár, svo út tímabilið og nú eru þeir að leggja til að ég fari einhvert á láni frá Notts County eða að félög þurfi að borga samninginn minn upp.

Ég er búinn að fá fyrirspurninr frá félögum í úrvalsdeildinni sem og b-deildinni en það eru allir að bíða eftir því að ég leysi mín mál við Notts County og það gengur ekki vel eins og er," segir Campbell í viðtali við netmiðilinn ESPN Soccernet.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×