Lífið

Auður Jónsdóttir valin leikskáld Borgarleikhússins

Auður Jónsdóttir, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Magnúsi Geir Þórðarsyni leikhússtjóra.
Auður Jónsdóttir, ásamt Vigdísi Finnbogadóttur og Magnúsi Geir Þórðarsyni leikhússtjóra.

Auður Jónsdóttir, rithöfundur, var í dag valin leikskáld Borgarleikhússins árið 2009 úr stórum hópi umsækjenda.

Nýstofnaður Leikritunarsjóður mun hér eftir velja eitt leikskáld á ári hverju til starfa með félaginu og var Auður sú fyrsta sem hreppti hnossið. Hún mun því næsta árið starfa innan veggja hússins og skrifa verk sem stefnt er að því að sviðsetja. Þetta var tilkynnt á opnum félagsfundi í Borgarleikhúsinu í dag að viðstöddu fjölmenni.

Á fundinum tók Vigdís Finnbogadóttir heiðursfélagi, fyrrverandi leikhússtjóri LR og fyrrverandi forseti Íslands við árnaðaróskum félagsins en hún var á dögunum heiðruð af Alþjóða leiklistarsambandinu (International Theatre Institute) sem einn sendiherra leiklistar í heiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×