Innlent

Ingibjörg fór á svig við sáttmála Þingvallastjórnarinnar

Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra. Hann og Ingibjörg sátu saman í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í rúma 18 mánuði.
Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra. Hann og Ingibjörg sátu saman í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í rúma 18 mánuði.

Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, segir að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, hafi farið á svig við stjórnarsáttmála Þingvallastjórnarinnar.

Björn vitnar í Morgunblaðsgrein Ingibjargar í pistli á heimasíðu sinni í dag. Í greininni segir Ingibjörg að í utanríkisráðherratíð hennar hafi verið vandlega undirbúið að Ísland gæti sótt um aðild að ESB um leið og slík ákvörðun lægi fyrir. Ingibjörg segir að drög að samningsmarkmiðum hafi verið unninn í utanríkisráðuneytinu og rætt hafi verið við ýmsa áhrifamenn.

„Fyrir ráðherra, sem sat í þeirri ríkisstjórn, þar sem Ingibjörg Sólrún var utanríkisráðherra, er lýsing hennar á starfsháttum og starfsemi innan utanríkisráðuneytisins með miklum ólíkindum og aðeins til marks um, að þar hafi verið unnið á svig við stjórnarsáttmálann,“ segir Björn.

Ingibjörg og Björn sátu saman í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar í rúma 18 mánuði.

Pistil Björns er hægt að lesa hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×