Enski boltinn

Benitez kemur Carragher til varnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jamie Carragher í leik með Liverpool.
Jamie Carragher í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, telur að Jamie Carragher hafi sýnt í leiknum gegn Manchester United um helgina að ferill hans sé ekki á enda kominn.

Carragher hefur verið gagnrýndur nokkuð í haust fyrir frammistöðu sína í leikjum með Liverpool og margir hafa sagt hann ekki sama leikmanninn og hann var áður fyrr.

Hann átti þó góðan leik er Liverpool vann 2-0 sigur á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gær. Benitez segist aldrei hafa misst trúna á honum.

„Jamie spilaði vel," sagði Benitez í samtali við enska fjölmiðla. „Hann hafði átt erfitt uppdráttar og það eina sem hann gat gert var að reyna aftur og aftur. Hann þurfti að leggja mikla vinnu á sig og hann sannaði að hann er góður varnarmaður og á enn nóg inni."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×