Fótbolti

Vaduz tapaði 5-1

Gunnleifur fékk á sig fimm mörk í dag
Gunnleifur fékk á sig fimm mörk í dag Mynd/Vilhelm

Íslendingalið Vaduz tapaði enn einum leiknum í svissnesku úrvalsdeildinni í dag. Liðið steinlá 5-1 fyrir Sion.

Gunnleifur Gunnleifsson stóð í marki Vaduz í leiknum, Stefán Þórðarson spilaði allan leikinn og Guðmundur Steinarsson var einnig í byrjunarliðinu en var skipt af velli á 54. mínútu.

Aðeins 850 áhorfendur mættu á leikinn.

Vaduz er fallið úr úrvalsdeildinni og hefur aðeins 22 stig, tíu stigum minna en Luzern sem er í 9. og næstneðsta sæti.

Vaduz er með 55 mörk í mínus og hefur fengið á sig 2,4 mörk að meðaltali í leik í vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×