Fótbolti

Pandev laus undan samningi sínum við Lazio

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Goran Pandev í leik með Lazio.
Goran Pandev í leik með Lazio. Nordic Photos / AFP

Goran Pandav hefur fengið að rifta samningi sínum við Lazio og er því frjálst að ganga til liðs við önnur félög.

Pandev fór fram á í september síðastliðnum að samningi hans við félagið yrði rift eftir að félagið neitaði að selja hann frá félaginu fyrir minna en nítján milljónir evra.

Málið var tekið fyrir í gerðardómi og var niðurstaðan að Pandev væri heimilt að rifta samningi sínum við Lazio. Félagið þarf einnig að greiða honum 160 þúsund evrur í skaðabætur sem og allan málskostnað.

Talið er að bæði Inter og Juventus hafi áhuga á að fá Pandev, sem er frá Makedóníu, í sínar raðir.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.