Enski boltinn

Paul Hart stýrir Portsmouth

Elvar Geir Magnússon skrifar
Paul Hart.
Paul Hart. Nordicphotos Gettyimages

Staðfest hefur verið að Paul Hart mun stýra Portsmouth áfram. Hann hefur skrifað undir samning til tveggja ára. Hart tók við stjórnartaumunum á Fratton Park þegar Tony Adams var rekinn í febrúar síðastliðnum.

Liðið var þá í harðri fallbaráttu en Hart náði að stýra því út úr henni. Eftir að ljóst var að Sulaiman Al Fahim fékk leyfi til að kaupa Portsmouth var gerður nýr samningur við Hart.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×