Fótbolti

Downing má fara frá Middlesbrough

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Stewart Downing.
Stewart Downing. Nordicphotos/GettyImages
Middlesbrough hefur staðfest að Stewart Downing megi fara frá félaginu, komi ásættanlegt tilboð í kantmanninn. Downing hefur verið að jafna sig af meiðslum en félagið býst ekki við því að það komi í veg fyrir áhuga annarra félaga.

Hann verður þó líklega frá keppni í nokkra mánuði.

„Hver veit hvort Stewart verði hérna í ágúst. Ef hann verður það mun hann spila með okkur í 1. deildinni. En ef gott tilboð kemur í hann munum við leifa honum að fara," sagði Keith Lamb, stjórnarformaður félagsins.

Sem kunnugt er féll Boro úr ensku úrvalsdeildinni. Talið er að Downing fari, Tottenham hefur áhuga á honum ásamt fleiri félögum, auk að minnsta kosti þeirra Tuncay og David Weather.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×