Enski boltinn

The Guardian: Liverpool ætlar að skipta Benitez út fyrir Martin O'Neill

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Martin O'Neill.
Martin O'Neill. Mynd/AFP

Enska blaðið The Guardian hefur heimildir fyrir því að Martin O'Neill, stjóri Aston Villa, muni taka við stjórastöðunni hjá Liverpool af Rafael Benitez. Það hefur lítið sem ekkert gengið hjá Liverpool á þessu tímabili og Spánverjinn er undir mikilli pressu.

Aston Villa er að gera frábæra hluti undir stjórn Martin O'Neill þessa daganna en liðið hefur unnið fimm leiki í röð í öllum keppni, hefur aðeins tapað einum af síðustu fjórtán leikjum og er eins og er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Rafael Benitez hefur ekki látið neina uppgjöf í ljós og hefur alltaf sagt að hann ætli sér að klára samning sinn við félagið. Eigendurnir Tom Hicks og George Gillett gætu hinsvegar gripið inn í og þá er líklegast að þeir ráði Martin O'Neill í staðinn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.