Enski boltinn

Maradona til Portsmouth?

Elvar Geir Magnússon skrifar

Portsmouth vill fá argentínsku goðsögnina Diego Maradona til starfa hjá félaginu. Nýr eigandi Portsmouth, Sulaiman Al Fahim, hefur áhuga á að fá Maradona til að verða nokkurskonar sendiherra félagsins á heimsvísu.

Angel Oscar Moyano, lögfræðingur Maradona, segir að Maradona sé mjög áhugasamur og jafnvel til í að láta af störfum sem landsliðsþjálfari Argentínu til að taka við þessu starfi.

Al Fahim er mikill aðdáandi Maradona og hefur einnig í hyggju að reisa sportbari sem kenndir eru við hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×