Enski boltinn

John Terry fer með Chelsea-liðinu til Bandaríkjanna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Terry á æfingu með Chelsea.
John Terry á æfingu með Chelsea. Mynd/AFP

John Terry, fyrirliði Chelsea, hefur verið orðaður við Manchester City á síðustu dögum en forráðamenn Chelsea hafa alltaf svarað því með að hann sé ekki til sölu. Terry hefur ekki tjáð sig sjálfur um málið en hann er nú á leiðinni til Bandaríkjanna í keppnisferð með Chelsea.

Mark Hughes, stjóri Manchester City, hefur skorað á Terry að koma til sín og City heldur áfram að eltast við enska landsliðsmiðvörðinn á meðan hann kemur ekki sjálfur fram og segir að hann vilji vera áfram á Brúnni.

Chelsea mun spila fjóra æfingaleiki í ferðinni og sá fyrsti er gegn Seattle Sounders á laugardaginn. Joe Cole er ekki búinn að ná sér af krossbandaslitunum og situr því heima en hann meiddist í janúar síðastliðnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×