Enski boltinn

Hughes: Þetta er ekkert persónulegt

Ómar Þorgeirsson skrifar
Mark Hughes.
Mark Hughes. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Mark Hughes hjá Manchester City hefur svarað gagnrýni á hendur félaginu fyrir verslunarhætti þess á leikmannamarkaðnum í sumar.

City hefur náð að kaupa öfluga leikmenn frá helstu keppinautum sínum eins og Aston Villa og Arsenal en eltingarleikur þeirra við Joleon Lescott varnarmann Everton hefur þó gripið flestar fyrirsagnirnar.

Knattspyrnustjórinn David Moyes hjá Everton er brjálaður út í Hughes og félaga og sakar þá um að reyna vísvitandi að skapa óeiningu innan leikmannahóps Everton með því að neita að gefast upp á að reyna að fá Lescott þrátt fyrir að hann sé ekki til sölu.

Hughes vísar þessu hins vegar á bug og segir þetta vera viðskipti og Moyes eigi ekki að taka þetta svona persónulega.

„Við erum bara að gera það sem þarf til þess að bæta okkar lið. Þetta er ekkert persónulegt heldur snýst þetta um að fá réttu leikmennina og það er það sem við erum að reyna að gera," segir Hughes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×