Enski boltinn

Sunderland og Aston Villa horfa til Keane

Elvar Geir Magnússon skrifar

Sunderland og Aston Villa hafa áhuga á írska sóknarmanninum Robbie Keane hjá Tottenham. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, er sagður tilbúinn að selja Keane og er víst sérstaklega óánægður með framgöngu fyrirliðans þegar leikmenn skelltu sér á fyllerí án leyfis félagsins.

Sunderland er sagt tilbúið að borga allt að 12 milljónir punda fyrir hinn 29 ára Keane. Skoska liðið Glasgow Celtic er einnig með Keane á sínum óskalista en fari svo að hann yfirgefi White Hart Lane er líklegt að Tottenham reyni að fá Carlton Cole frá West Ham í hans stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×