Erlent

Samstaða þrátt fyrir ræðu Íransforseta

Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, ávarpaði ráðstefnuna í gær.
Mahmoud Ahmadinejad, Íransforseti, ávarpaði ráðstefnuna í gær. MYND/AP
Umdeild drög að lokaályktun á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma var samþykkt í dag einróma án breytinga og það þó ráðstefnunni í Genf í Sviss ljúki ekki fyrr en á föstudaginn. Lokayfirlýsingin staðfestir umdeilda yfirlýsingu af fyrri ráðstefnu sem haldin var í Durban í Suður-Afríku 2001.

Fulltrúar segja þetta sigur fyrir ráðstefnuhaldara þó átta ríki hafi ekki sótt ráðstefnuna, þar á meðal Bandaríkjamenn og Ísraelar.

Ráðstefnan virtist ætla að fara út um þúfur í gær þegar fjölmargir fulltrúar gengu út undir ræðu Mahmouds Ahmadinejads Íransforseta þar sem hann sakaði Ísraela um kynþáttafordóma. Tékkland er þó eina ríkið sem hefur kallað fulltrúa sína heim.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, gagnrýndi Ahmadinejad í dag og sagði hann hafa brugðist trausti sínu með ræðunni. Hann harmaði það að forsetinn hefði notað þetta tækifæri til að koma fram með slíkar ásakanir og ýta undir sundrungu.

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, fordæmdi einnig ræðu Íransforseta í dag. Hann sagði hana andstyggilega og að sér hafi blöskrað.




Tengdar fréttir

Ísraelar æfir Sameinuðu þjóðunum

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna harmar hve mörg ríki heims hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnu um kynþáttamisrétti sem hófst í Genf í Sviss í morgun. Forseti Írans verður á ráðstefnunni og óttast margir að hann muni nota ráðstefnuna sem vettvang fyrir gyðingahatur.

Yfirgáfu salinn undir ræðu forseta Írans

Fjölmargir sendifulltrúar gengu fyrir stundu út af fundi á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma sem haldin er í Genf í Sviss. Þetta gerðist undir ræðu Mahmouds Ahmadinejads forseta Írans.

Harmar að ríki sniðganga ráðstefnu SÞ

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmar hve mörg ríki hyggist sniðganga ráðstefnu um kynþáttamisrétti sem hefst í Sviss í dag en talið er að ráðstefnan sé fyrir fram farin í vaskinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×