Gríðarleg verðmæti í húfi 3. september 2009 06:45 Vill kaupa samninginn Bubbi óttast um verðmætin sem liggja inni í hugverkasjóði Íslands. Hann vill kaupa sinn hlut aftur. Meðal annarra sem sömdu við sjóðinn eru Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon. Stoðir Invest eiga sjóðinn en hann er eina eign félagsins að sögn Egils Þorvarðarsonar hjá Lögmönnum Höfðabakka. „Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. Samningurinn fól í sér að sjóðurinn greiddi Bubba og fleiri tónlistarmönnum eingreiðslu, gegn því að höfundarréttargjöld þeirra næstu ár rynnu í sjóðinn. Baugur Group lagði 160 milljónir króna í sjóðinn, sem er í eigu Á bleiku skýi ehf. - dótturfélags Baugs. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð," segir Bubbi. „Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta." Hugverkasjóður Íslands rann undir félagið Stoðir Invest ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum Baugs í apríl á síðasta ári. Lögfræðingurinn Egill Þorvarðarson, hjá Lögmönnum Höfðabakka, segir að Stoðir Invest sé í eigu sömu aðila og áður og að hugverkasjóðurinn sé eina eign félagsins. „Ég held að það sé ekki útséð hvert hugverkasjóðurinn fer eða í hvers eigu hann verður," segir Egill. Samkvæmt Agli á fjárfestingarbankinn Straumur veð í Stoðum Invest. Það er því líklegt að sjóðurinn renni til Straums. Óvíst er hvað verður um sjóðinn hjá bankanum, en Fjármálaeftirlitið tók rekstur hans yfir í apríl á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson segir að honum sé ekki sama við hvað hann sé tengdur. „Ég myndi helst vilja að sjóðurinn væri hjá ábyrgum aðilum - í öruggum höndum." Jón ítrekar að Baugur hafi staðið faglega að sjóðnum og efast ekki um að tilgangurinn hafi verið að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að tónlistarmennirnir myndu hópa sig saman og losa sjóðinn úr íslensku útrásinni segir Jón að málið sé ekki það stórt fyrir sér. „Ég myndi ekki leggja á mig mikla vinnu til að gera það. Ég vil bara sjá sjóðinn á öruggum stað, þar sem menn fara eftir lögum og reglum, og maður þarf ekki að hafa áhyggjur að honum." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
„Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. Samningurinn fól í sér að sjóðurinn greiddi Bubba og fleiri tónlistarmönnum eingreiðslu, gegn því að höfundarréttargjöld þeirra næstu ár rynnu í sjóðinn. Baugur Group lagði 160 milljónir króna í sjóðinn, sem er í eigu Á bleiku skýi ehf. - dótturfélags Baugs. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð," segir Bubbi. „Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta." Hugverkasjóður Íslands rann undir félagið Stoðir Invest ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum Baugs í apríl á síðasta ári. Lögfræðingurinn Egill Þorvarðarson, hjá Lögmönnum Höfðabakka, segir að Stoðir Invest sé í eigu sömu aðila og áður og að hugverkasjóðurinn sé eina eign félagsins. „Ég held að það sé ekki útséð hvert hugverkasjóðurinn fer eða í hvers eigu hann verður," segir Egill. Samkvæmt Agli á fjárfestingarbankinn Straumur veð í Stoðum Invest. Það er því líklegt að sjóðurinn renni til Straums. Óvíst er hvað verður um sjóðinn hjá bankanum, en Fjármálaeftirlitið tók rekstur hans yfir í apríl á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson segir að honum sé ekki sama við hvað hann sé tengdur. „Ég myndi helst vilja að sjóðurinn væri hjá ábyrgum aðilum - í öruggum höndum." Jón ítrekar að Baugur hafi staðið faglega að sjóðnum og efast ekki um að tilgangurinn hafi verið að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að tónlistarmennirnir myndu hópa sig saman og losa sjóðinn úr íslensku útrásinni segir Jón að málið sé ekki það stórt fyrir sér. „Ég myndi ekki leggja á mig mikla vinnu til að gera það. Ég vil bara sjá sjóðinn á öruggum stað, þar sem menn fara eftir lögum og reglum, og maður þarf ekki að hafa áhyggjur að honum." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira