Gríðarleg verðmæti í húfi 3. september 2009 06:45 Vill kaupa samninginn Bubbi óttast um verðmætin sem liggja inni í hugverkasjóði Íslands. Hann vill kaupa sinn hlut aftur. Meðal annarra sem sömdu við sjóðinn eru Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon. Stoðir Invest eiga sjóðinn en hann er eina eign félagsins að sögn Egils Þorvarðarsonar hjá Lögmönnum Höfðabakka. „Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. Samningurinn fól í sér að sjóðurinn greiddi Bubba og fleiri tónlistarmönnum eingreiðslu, gegn því að höfundarréttargjöld þeirra næstu ár rynnu í sjóðinn. Baugur Group lagði 160 milljónir króna í sjóðinn, sem er í eigu Á bleiku skýi ehf. - dótturfélags Baugs. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð," segir Bubbi. „Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta." Hugverkasjóður Íslands rann undir félagið Stoðir Invest ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum Baugs í apríl á síðasta ári. Lögfræðingurinn Egill Þorvarðarson, hjá Lögmönnum Höfðabakka, segir að Stoðir Invest sé í eigu sömu aðila og áður og að hugverkasjóðurinn sé eina eign félagsins. „Ég held að það sé ekki útséð hvert hugverkasjóðurinn fer eða í hvers eigu hann verður," segir Egill. Samkvæmt Agli á fjárfestingarbankinn Straumur veð í Stoðum Invest. Það er því líklegt að sjóðurinn renni til Straums. Óvíst er hvað verður um sjóðinn hjá bankanum, en Fjármálaeftirlitið tók rekstur hans yfir í apríl á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson segir að honum sé ekki sama við hvað hann sé tengdur. „Ég myndi helst vilja að sjóðurinn væri hjá ábyrgum aðilum - í öruggum höndum." Jón ítrekar að Baugur hafi staðið faglega að sjóðnum og efast ekki um að tilgangurinn hafi verið að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að tónlistarmennirnir myndu hópa sig saman og losa sjóðinn úr íslensku útrásinni segir Jón að málið sé ekki það stórt fyrir sér. „Ég myndi ekki leggja á mig mikla vinnu til að gera það. Ég vil bara sjá sjóðinn á öruggum stað, þar sem menn fara eftir lögum og reglum, og maður þarf ekki að hafa áhyggjur að honum." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
„Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. Samningurinn fól í sér að sjóðurinn greiddi Bubba og fleiri tónlistarmönnum eingreiðslu, gegn því að höfundarréttargjöld þeirra næstu ár rynnu í sjóðinn. Baugur Group lagði 160 milljónir króna í sjóðinn, sem er í eigu Á bleiku skýi ehf. - dótturfélags Baugs. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð," segir Bubbi. „Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta." Hugverkasjóður Íslands rann undir félagið Stoðir Invest ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum Baugs í apríl á síðasta ári. Lögfræðingurinn Egill Þorvarðarson, hjá Lögmönnum Höfðabakka, segir að Stoðir Invest sé í eigu sömu aðila og áður og að hugverkasjóðurinn sé eina eign félagsins. „Ég held að það sé ekki útséð hvert hugverkasjóðurinn fer eða í hvers eigu hann verður," segir Egill. Samkvæmt Agli á fjárfestingarbankinn Straumur veð í Stoðum Invest. Það er því líklegt að sjóðurinn renni til Straums. Óvíst er hvað verður um sjóðinn hjá bankanum, en Fjármálaeftirlitið tók rekstur hans yfir í apríl á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson segir að honum sé ekki sama við hvað hann sé tengdur. „Ég myndi helst vilja að sjóðurinn væri hjá ábyrgum aðilum - í öruggum höndum." Jón ítrekar að Baugur hafi staðið faglega að sjóðnum og efast ekki um að tilgangurinn hafi verið að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að tónlistarmennirnir myndu hópa sig saman og losa sjóðinn úr íslensku útrásinni segir Jón að málið sé ekki það stórt fyrir sér. „Ég myndi ekki leggja á mig mikla vinnu til að gera það. Ég vil bara sjá sjóðinn á öruggum stað, þar sem menn fara eftir lögum og reglum, og maður þarf ekki að hafa áhyggjur að honum." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira