Gríðarleg verðmæti í húfi 3. september 2009 06:45 Vill kaupa samninginn Bubbi óttast um verðmætin sem liggja inni í hugverkasjóði Íslands. Hann vill kaupa sinn hlut aftur. Meðal annarra sem sömdu við sjóðinn eru Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon. Stoðir Invest eiga sjóðinn en hann er eina eign félagsins að sögn Egils Þorvarðarsonar hjá Lögmönnum Höfðabakka. „Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. Samningurinn fól í sér að sjóðurinn greiddi Bubba og fleiri tónlistarmönnum eingreiðslu, gegn því að höfundarréttargjöld þeirra næstu ár rynnu í sjóðinn. Baugur Group lagði 160 milljónir króna í sjóðinn, sem er í eigu Á bleiku skýi ehf. - dótturfélags Baugs. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð," segir Bubbi. „Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta." Hugverkasjóður Íslands rann undir félagið Stoðir Invest ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum Baugs í apríl á síðasta ári. Lögfræðingurinn Egill Þorvarðarson, hjá Lögmönnum Höfðabakka, segir að Stoðir Invest sé í eigu sömu aðila og áður og að hugverkasjóðurinn sé eina eign félagsins. „Ég held að það sé ekki útséð hvert hugverkasjóðurinn fer eða í hvers eigu hann verður," segir Egill. Samkvæmt Agli á fjárfestingarbankinn Straumur veð í Stoðum Invest. Það er því líklegt að sjóðurinn renni til Straums. Óvíst er hvað verður um sjóðinn hjá bankanum, en Fjármálaeftirlitið tók rekstur hans yfir í apríl á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson segir að honum sé ekki sama við hvað hann sé tengdur. „Ég myndi helst vilja að sjóðurinn væri hjá ábyrgum aðilum - í öruggum höndum." Jón ítrekar að Baugur hafi staðið faglega að sjóðnum og efast ekki um að tilgangurinn hafi verið að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að tónlistarmennirnir myndu hópa sig saman og losa sjóðinn úr íslensku útrásinni segir Jón að málið sé ekki það stórt fyrir sér. „Ég myndi ekki leggja á mig mikla vinnu til að gera það. Ég vil bara sjá sjóðinn á öruggum stað, þar sem menn fara eftir lögum og reglum, og maður þarf ekki að hafa áhyggjur að honum." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
„Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. Samningurinn fól í sér að sjóðurinn greiddi Bubba og fleiri tónlistarmönnum eingreiðslu, gegn því að höfundarréttargjöld þeirra næstu ár rynnu í sjóðinn. Baugur Group lagði 160 milljónir króna í sjóðinn, sem er í eigu Á bleiku skýi ehf. - dótturfélags Baugs. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð," segir Bubbi. „Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta." Hugverkasjóður Íslands rann undir félagið Stoðir Invest ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum Baugs í apríl á síðasta ári. Lögfræðingurinn Egill Þorvarðarson, hjá Lögmönnum Höfðabakka, segir að Stoðir Invest sé í eigu sömu aðila og áður og að hugverkasjóðurinn sé eina eign félagsins. „Ég held að það sé ekki útséð hvert hugverkasjóðurinn fer eða í hvers eigu hann verður," segir Egill. Samkvæmt Agli á fjárfestingarbankinn Straumur veð í Stoðum Invest. Það er því líklegt að sjóðurinn renni til Straums. Óvíst er hvað verður um sjóðinn hjá bankanum, en Fjármálaeftirlitið tók rekstur hans yfir í apríl á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson segir að honum sé ekki sama við hvað hann sé tengdur. „Ég myndi helst vilja að sjóðurinn væri hjá ábyrgum aðilum - í öruggum höndum." Jón ítrekar að Baugur hafi staðið faglega að sjóðnum og efast ekki um að tilgangurinn hafi verið að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að tónlistarmennirnir myndu hópa sig saman og losa sjóðinn úr íslensku útrásinni segir Jón að málið sé ekki það stórt fyrir sér. „Ég myndi ekki leggja á mig mikla vinnu til að gera það. Ég vil bara sjá sjóðinn á öruggum stað, þar sem menn fara eftir lögum og reglum, og maður þarf ekki að hafa áhyggjur að honum." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira