Gríðarleg verðmæti í húfi 3. september 2009 06:45 Vill kaupa samninginn Bubbi óttast um verðmætin sem liggja inni í hugverkasjóði Íslands. Hann vill kaupa sinn hlut aftur. Meðal annarra sem sömdu við sjóðinn eru Jón Ólafsson og Jakob Frímann Magnússon. Stoðir Invest eiga sjóðinn en hann er eina eign félagsins að sögn Egils Þorvarðarsonar hjá Lögmönnum Höfðabakka. „Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. Samningurinn fól í sér að sjóðurinn greiddi Bubba og fleiri tónlistarmönnum eingreiðslu, gegn því að höfundarréttargjöld þeirra næstu ár rynnu í sjóðinn. Baugur Group lagði 160 milljónir króna í sjóðinn, sem er í eigu Á bleiku skýi ehf. - dótturfélags Baugs. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð," segir Bubbi. „Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta." Hugverkasjóður Íslands rann undir félagið Stoðir Invest ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum Baugs í apríl á síðasta ári. Lögfræðingurinn Egill Þorvarðarson, hjá Lögmönnum Höfðabakka, segir að Stoðir Invest sé í eigu sömu aðila og áður og að hugverkasjóðurinn sé eina eign félagsins. „Ég held að það sé ekki útséð hvert hugverkasjóðurinn fer eða í hvers eigu hann verður," segir Egill. Samkvæmt Agli á fjárfestingarbankinn Straumur veð í Stoðum Invest. Það er því líklegt að sjóðurinn renni til Straums. Óvíst er hvað verður um sjóðinn hjá bankanum, en Fjármálaeftirlitið tók rekstur hans yfir í apríl á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson segir að honum sé ekki sama við hvað hann sé tengdur. „Ég myndi helst vilja að sjóðurinn væri hjá ábyrgum aðilum - í öruggum höndum." Jón ítrekar að Baugur hafi staðið faglega að sjóðnum og efast ekki um að tilgangurinn hafi verið að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að tónlistarmennirnir myndu hópa sig saman og losa sjóðinn úr íslensku útrásinni segir Jón að málið sé ekki það stórt fyrir sér. „Ég myndi ekki leggja á mig mikla vinnu til að gera það. Ég vil bara sjá sjóðinn á öruggum stað, þar sem menn fara eftir lögum og reglum, og maður þarf ekki að hafa áhyggjur að honum." atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Sjá meira
„Ég veit ekkert um samninginn né hvar hann er. Ef ég ætti peninga myndi ég vilja kaupa hann aftur," segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem ásamt fjölmörgum öðrum tónlistarmönnum gerði samning við Hugverkasjóð Íslands árið 2006. Samningurinn fól í sér að sjóðurinn greiddi Bubba og fleiri tónlistarmönnum eingreiðslu, gegn því að höfundarréttargjöld þeirra næstu ár rynnu í sjóðinn. Baugur Group lagði 160 milljónir króna í sjóðinn, sem er í eigu Á bleiku skýi ehf. - dótturfélags Baugs. „Ég er búinn að athuga möguleika mína á að kaupa samninginn aftur, því mér er ekki sama hvert hann fer - þannig séð," segir Bubbi. „Þetta eru gríðarleg verðmæti. Ég veit ekki hvort einhver ríkisbankinn, sem er að hirða úr fólki blóð og taugar, sé tilbúinn að lána pening til að kaupa þetta." Hugverkasjóður Íslands rann undir félagið Stoðir Invest ásamt nokkrum öðrum fyrirtækjum Baugs í apríl á síðasta ári. Lögfræðingurinn Egill Þorvarðarson, hjá Lögmönnum Höfðabakka, segir að Stoðir Invest sé í eigu sömu aðila og áður og að hugverkasjóðurinn sé eina eign félagsins. „Ég held að það sé ekki útséð hvert hugverkasjóðurinn fer eða í hvers eigu hann verður," segir Egill. Samkvæmt Agli á fjárfestingarbankinn Straumur veð í Stoðum Invest. Það er því líklegt að sjóðurinn renni til Straums. Óvíst er hvað verður um sjóðinn hjá bankanum, en Fjármálaeftirlitið tók rekstur hans yfir í apríl á þessu ári. Tónlistarmaðurinn Jón Ólafsson segir að honum sé ekki sama við hvað hann sé tengdur. „Ég myndi helst vilja að sjóðurinn væri hjá ábyrgum aðilum - í öruggum höndum." Jón ítrekar að Baugur hafi staðið faglega að sjóðnum og efast ekki um að tilgangurinn hafi verið að styðja við bakið á íslensku tónlistarfólki. Spurður hvort hann sjái fyrir sér að tónlistarmennirnir myndu hópa sig saman og losa sjóðinn úr íslensku útrásinni segir Jón að málið sé ekki það stórt fyrir sér. „Ég myndi ekki leggja á mig mikla vinnu til að gera það. Ég vil bara sjá sjóðinn á öruggum stað, þar sem menn fara eftir lögum og reglum, og maður þarf ekki að hafa áhyggjur að honum." atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Sjá meira