Jonathan Woodgate reiknar ekki með því að hann eigi mikla möguleika á að komast á heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar með enska landlsiðinu.
Woodgate hefur átt við þrálát nárameiðsli að stríða og hefur ekki getað æft á hverjum degi vegna þess.
„Capello velur leikmenn sem geta æft á hverjum degi. Ég hef ekki gefið upp alla von en við skulum sjá hvað gerist," sagði Woodgate við enska fjölmiðla.
Woodgate hefur átt við mikil meiðsli að stríða allan sinn feril og missti af upphafi tímabilsins þar sem hann þurfti tvívegis að fara í aðgerð vegna nárameiðslanna.