Enski boltinn

Benitez vonar enn að United missi af stigum

Nordic Photos/Getty Images

Rafa Benitez stjóri Liverpool segist enn gera sér vonir um að Manchester United eigi eftir að tapa stigum á lokasprettinum í ensku úrvalsdeildinni.

Lærisveinar Benitez unnu auðveldan 3-0 sigur á Newcastle í dag og var sigurinn síst of stór þar sem Liverpool átti nokkur skot í tréverkið hjá Newcastle.

Dirk Kuyt, Yossi Benayoun og Lucas Leiva skoruðu mörk Liverpool í leiknum og fyrir vikið er forysta Manchester United nú þrjú stig á toppnum, en United á enn leik til góða.

"Það var mikið um jákvæða hluti í þessum leik. Við hefðum átt að skora meira en nú erum við nær toppnum en áður. United er gott lið með góða leikmenn en þeir þurfa að gera tvö stór mistök til að hleypa okkur frekar inn í titilslaginn. Ég trúi því enn að við getum náð þeim og að United verði á í messunni," sagði Benitez.

"Það eina sem við getum gert er að halda áfram að vinna okkar leiki og sjá hvernig United höndlar pressuna," sagði Benitez.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×