Lífið

Ekki neitt af fellingum og hellingur af kellingum - myndband

Skólalíf skrifar
Strákarnir í 12:00 krúinu.
Strákarnir í 12:00 krúinu.
Strákarnir í Verzló-skemmtiþættinum 12:00 hafa enn vakið athygli, og nú fyrir tónlistarmyndband sem þeir sérgerðu fyrir VÍ-MR daginn sem fram fór á föstudaginn síðasta. Þar eru þeir búnir að poppa ærlega upp Víva Verzló stefið, sem stuðningslið skólans syngur jafnan hástöfum þegar skólinn keppir á opinberum vetvangi.

Í laginu draga strákarnir fram staðalmyndirnar sem oft eru tengdar við Verzló og gera óspart grín að þeim – eða fylgir öllu gríni kannski einhver alvara?

„Við tölum ekki um annað peninga, pegganir og sleggjanir, þegar allir seggirnir flexa á Marmó,“ og „Ekki neitt af fellingum og hellingur af kellingum,“ er meðal þess sem sungið er í laginu og því augljóst að Verzlingar hafa nægan húmor fyrir sjálfum sér.

Myndbandið hefur í öllu falli vakið ótrúlega athygli á Facebook og meira að segja fólk á fertugsaldri verið staðið að því að pósta því á vegginn hjá sér. Svo virðist sem það sé nokkuð umdeilt, því á meðan Verzlingar og jafnvel nemendur við aðra skóla keppast við að dásama lagið, þá virðast aðrir ekki ná gríninu.

Engu að síður er ljóst að strákarnir í 12:00 kunna að koma sér í sviðsljósið, enda vakti stuttmynd þeirra um sprengjutilræði í Turninum talsverða atygli á dögunum. Skólalíf fylgist spennt með áframhaldandi störfum piltanna.

Tónlistarmyndbandið Víva Verzló má svo sjá hér, fyrir þá sem hafa aðgang að Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×