Enski boltinn

Dapurt gengi Íslendingaliðanna í ensku b-deildinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik með Coventry.
Aron Einar Gunnarsson í leik með Coventry. Nordic photos/AFP

Hinir fjölmörgu Íslendingar sem leika í b-deildinni á Englandi áttu ekki góðan dag þegar 4. umferð deildarinnar var spiluð.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í 0-1 tapi gegn Swansea.

Gylfi Þór Sigurðsson var í byrjunarliði Reading og lék allan leikinn í 1-3 tapi á heimavelli gegn Sheffield United. Brynjar Björn Gunnarsson sat á varamannabekknum allan tímann og Ívar Ingimarsson er enn frá vegna meiðsla.

Heiðar Helguson lék allan leikinn með QPR sem gerði 1-1 jafntefli gegn Nottingham Forest.

Kári Árnason var í fyrsta skipti í byrjunarliði Plymouth sem tapaði 2-1 fyrir Derby.

Þá lék Emil Hallfreðsson sinn fyrsta leik með Barnsley sem tapaði 1-0 fyrir Leicester.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×