United náði aftur sjö stiga forskoti 4. mars 2009 21:47 Wayne Rooney skoraði fallegt mark fyrir Manchester United í kvöld AFP Mikið var um að vera í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Manchester United náði aftur sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar með 2-1 sigri á Newcastle á útivelli. Leikurinn á St. James´ Park byrjaði mjög fjörlega og það var Peter Lövenkrands sem kom heimamönnum yfir strax á níundu mínútu þegar hann nýtti sér sjaldgæf mistök frá Edwin van der Sar í marki United. Hollendingurinn náði ekki að halda langskoti frá Jonas Gutierrez og eftirleikurinn var Lövenkrands auðveldur. Meistararnir voru þó ekki af baki dottnir og á 20. mínútu jafnaði Wayne Rooney metin með glæsilegu marki. United náði betri tökum á leiknum eftir því sem á leið og það var Búlgarinn Dimitar Berbatov sem tryggði liðinu sigurinn með marki á 56. mínútu. United hefur sem fyrr segir sjö stiga forskot á Chelsea og Liverpool í deildinni og á leik til góða þegar tíu umferðir eru eftir. Manchester City vann góðan 2-0 sigur á Aston Villa á heimavelli sínum með mörkum frá Elano og Shaun Wright-Phillips og setti þar með stórt strik í Meistaradeildarvonir Villa-manna. Aston Villa er enn í fjórða sæti deildarinnar en er nú aðeins þremur stigum á undan Arsenal sem er í fimmta sætinu. Villa hafði unnið sjö útileiki í röð fyrir leik kvöldsins. Carlton Cole var bæði hetjan og skúrkurinn í liði West Ham í kvöld þegar hann tryggði Hömrunum 1-0 útisigur á Wigan. Cole skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik og var skömmu síðar rekinn af velli með sitt annað gula spjald. Annan leikinn í röð missti West Ham mann meiddan af velli. Jack Collison var borinn sárþjáður af velli eftir að hafa meiðst á hné. Stoke vann annan sigur sinn í síðustu fjórtán leikjum þegar liðið skellti Bolton 2-0 á heimavelli sínum. James Beattie skoraði sitt fimmta mark í sjö leikjum fyrir Stoke og kom liðinu yfir á 14. mínútu. Það var svo Ricardo Fuller sem innsiglaði sigurinn á 73. mínútu. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton en var skipt af velli á 81. mínútu. Tottenham jafnaði sig eftir bikarvonbrigðin um helgina þegar liðið fékk Middlesbrough í heimsókn og vann 4-0 sigur. Robbie Keane skoraði sitt fyrsta mark fyrir Spurs frá því hann kom aftur til félagsins og félagi hans í framlínunni Roman Pavlyuchenko eitt. Aaron Lennon skoraði tvívegis. Hull City vann þýðingarmikinn og dramatískan sigur á Fulham á útivelli 1-0 þar sem Manchester United-maðurinn Manucho skoraði sigurmarkið í blálokin. Blackburn Rovers og Everton skildu jöfn á Ewood Park þar sem Blackburn krækti í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Staðan í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Fleiri fréttir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sjá meira
Mikið var um að vera í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Manchester United náði aftur sjö stiga forskoti á toppi deildarinnar með 2-1 sigri á Newcastle á útivelli. Leikurinn á St. James´ Park byrjaði mjög fjörlega og það var Peter Lövenkrands sem kom heimamönnum yfir strax á níundu mínútu þegar hann nýtti sér sjaldgæf mistök frá Edwin van der Sar í marki United. Hollendingurinn náði ekki að halda langskoti frá Jonas Gutierrez og eftirleikurinn var Lövenkrands auðveldur. Meistararnir voru þó ekki af baki dottnir og á 20. mínútu jafnaði Wayne Rooney metin með glæsilegu marki. United náði betri tökum á leiknum eftir því sem á leið og það var Búlgarinn Dimitar Berbatov sem tryggði liðinu sigurinn með marki á 56. mínútu. United hefur sem fyrr segir sjö stiga forskot á Chelsea og Liverpool í deildinni og á leik til góða þegar tíu umferðir eru eftir. Manchester City vann góðan 2-0 sigur á Aston Villa á heimavelli sínum með mörkum frá Elano og Shaun Wright-Phillips og setti þar með stórt strik í Meistaradeildarvonir Villa-manna. Aston Villa er enn í fjórða sæti deildarinnar en er nú aðeins þremur stigum á undan Arsenal sem er í fimmta sætinu. Villa hafði unnið sjö útileiki í röð fyrir leik kvöldsins. Carlton Cole var bæði hetjan og skúrkurinn í liði West Ham í kvöld þegar hann tryggði Hömrunum 1-0 útisigur á Wigan. Cole skoraði laglegt mark í fyrri hálfleik og var skömmu síðar rekinn af velli með sitt annað gula spjald. Annan leikinn í röð missti West Ham mann meiddan af velli. Jack Collison var borinn sárþjáður af velli eftir að hafa meiðst á hné. Stoke vann annan sigur sinn í síðustu fjórtán leikjum þegar liðið skellti Bolton 2-0 á heimavelli sínum. James Beattie skoraði sitt fimmta mark í sjö leikjum fyrir Stoke og kom liðinu yfir á 14. mínútu. Það var svo Ricardo Fuller sem innsiglaði sigurinn á 73. mínútu. Grétar Rafn Steinsson var á sínum stað í byrjunarliði Bolton en var skipt af velli á 81. mínútu. Tottenham jafnaði sig eftir bikarvonbrigðin um helgina þegar liðið fékk Middlesbrough í heimsókn og vann 4-0 sigur. Robbie Keane skoraði sitt fyrsta mark fyrir Spurs frá því hann kom aftur til félagsins og félagi hans í framlínunni Roman Pavlyuchenko eitt. Aaron Lennon skoraði tvívegis. Hull City vann þýðingarmikinn og dramatískan sigur á Fulham á útivelli 1-0 þar sem Manchester United-maðurinn Manucho skoraði sigurmarkið í blálokin. Blackburn Rovers og Everton skildu jöfn á Ewood Park þar sem Blackburn krækti í mikilvægt stig í botnbaráttunni. Staðan í ensku úrvalsdeildinni
Enski boltinn Mest lesið Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Fótbolti „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Sport Fleiri fréttir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sjá meira