Fótbolti

Barcelona heimsmeistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lionel Messi eftir leikinn í dag.
Lionel Messi eftir leikinn í dag. Nordic Photos / AFP
Barcelona varð í dag heimsmeistari félagsliða eftir 2-1 sigur á Estudiantes í framlengdum leik.

Lionel Messi skoraði sigurmark Börsunga í framlengingunni en hann var svo útnefndur besti leikmaður keppninnar.

Estudiantes komst yfir í leiknum með marki Mauro Boselli á 37. mínútu en Pedro jafnaði metin á 89. mínútu. Því var framlengt.

Barcelona er því núverandi handhafi allra titla sem liðið keppir um. Liðið er spænskur meistari og -bikarmeistari, Evrópumeistari auk þess sem liðið vann ofurbikarinn bæði á Spáni og í Evrópu og svo í dag heimsmeistaratitil félagsliða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×