Enski boltinn

Redknapp hefur áhuga á að kaupa Peter Crouch einu sinni enn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Peter Crouch fagnar marki með enska landsliðinu.
Peter Crouch fagnar marki með enska landsliðinu. Mynd/AFP

Peter Crouch var kominn langleiðina til Sunderland í vikunni en nú er kominn í ljós áhugi annarra liða á að kaupa hann frá Portsmouth. Fulham vill líka fá enska landsliðsmiðherjann til sín og þá hefur Harry Redknapp, stjóri Tottenham, lýst yfir áhuga á að kaupa Crouch í þriðja sinn á sínum stjóra ferli.

Crouch hefur hafið viðræður við Steve Bruce, stjóra Sunderland, en áhugi Tottenham-liðsins gæti eflaust haft sín áhrif á þær enda Tottenham stærra félag en Sunderland. Harry Redknapp gæti þá keypt hann í þriðja sinn en hann keypti hann til Southampton í júlí 2004 og til Portmouth í júlí 2008.

„Ég er hrifin af Peter. Ég er búinn að kaupa hann nokkrum sinnum og ég veit að hann er toppleikmaður. Hann er leikmaður sem ég hef áhuga á að fá til Spurs en við verðum bara að bíða og sjá hvernig þetta þróast," sagði Harry Redknapp við Sky Sports News.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×