Fótbolti

Fowler skoraði en North Queensland Fury tapaði samt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robbie Fowler spilar þessa dagana í Ástralíu.
Robbie Fowler spilar þessa dagana í Ástralíu. Mynd/AFP

Robbie Fowler skoraði sínum fyrsta leik með North Queensland Fury í áströlsku úrvalsdeildinni en það var þó ekki nóg til þess að koma í veg fyrir 2-3 tap liðsins fyrir Sydney FC. Ástralski landsliðsframherjinn John Aloisi skoraði tvennu fyrir Sydney-liðið og þar á meðal sigurmarkið.

Robbie Fowler jafnaði leikinn í 2-2 með marki úr vítaspyrnu á 60. mínútu leiksins en North Queensland Fury hafði lent 0-2 undir eftir aðeins 28 mínútna leik.

„Við gerðum sjálfum okkur grikk með að byrja svona illa en liðið gerði vel í að koma til baka. Þetta eru engin óskaúrslit en við sýndum samt styrk með að jafna leikinn," sagði Fowler eftir leik en hann var gerður að fyrirliða liðsins fyrir tímabilið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×