Enski boltinn

Torres býst við að Benitez verði áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fernando Torres í leik með Liverpool.
Fernando Torres í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Fernando Torres á ekki von á því að Rafael Benitez muni hætta hjá Liverpool á miðju tímabili þó svo að gengið hafi verið ekki verið í samræmi við væntingar.

Liverpool er fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu og hefur þegar tapað sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í vetur.

„Það var útlit fyrir að þetta myndi vera tímabilið okkar en raunin varð allt önnur," sagði Torres við enska fjölmiðla. „En ég held að Rafa muni ekki fara, sérstaklega á miðju tímabili. Hann á enn eftir fjögur ár af samningi sínum og hann myndi aldrei fara út bakdyramegin."

„Þegar hann fer verður liðið á toppnum. Hann hefur fengið tíma, svigrúm og fullt valt til að stjórna liðinu. Hann myndi ekki njóta sömu fríðinda hjá öðrum liðum."

Sjálfur sagði Torres að hann ætlaði ekki að yfirgefa Liverpool þótt illa hafi gengið. „Ég á fjögur ár eftir af samningi mínum og framtíðin mín er hér. Þessi mál tengjast svo sem ekki Rafa beint en ég vona að við getum klárað samninga okkar saman."

„Ég get ekki ímyndað mér að spila með nokkru öðru félagi eins og er."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×