Obama í Asíuferð til að styrkja tengslin 14. nóvember 2009 05:00 Bandaríkjaforseti og forsætisráðherra Japans heilsast. nordicphotos/AFP Barack Obama Bandaríkjaforseti hóf vikulanga Asíuferð sína á því að hitta Yukio Hatoyama, sem nýlega tók við sem forsætisráðherra Japans. Á blaðamannafundi þeirra í Tókýó sagði Obama meðal annars stutt í að hann tæki ákvörðun um framhald hernaðar Bandaríkjamanna í Afganistan. Hann sagðist fyrst vilja tryggja að rétt ákvörðun yrði tekin. Hann sagðist ekki vera að bíða eftir nýjum upplýsingum og neitaði því að hik væri komið á Bandaríkjamenn gagnvart Afganistan. Hatoyama skýrði hins vegar frá því að Japanar myndu hætta að veita eldsneytisaðstöðu fyrir Bandaríkjaher á leiðinni frá Bandaríkjunum til Afganistans. Hann sagði þó að Japanar myndu gefa fimm milljónir dala til uppbyggingar í Afganistan. Þeir Obama og Hatoyama hétu því að styrkja tengsl ríkjanna á ný. Nokkur óvissa hefur þó ríkt um samband Japans og Bandaríkjanna undanfarið. Hatoyama hafði í kosningabaráttunni verið gagnrýninn á náið vinasamband fyrri Japansstjórnar við Bandaríkin, og lagði þá meðal annars áherslu á að herstöðvar Bandaríkjanna í Japan yrðu fluttar frá þéttbýlum svæðum. Eitt viðkvæmasta deilumál ríkjanna snýst um bandarískar herstöðvar á eyjunni Okinawa. Bandaríkjamenn litu svo á að samið hefði verið um framtíð þeirra fyrir þremur árum, en Hatoyama hefur sagt nauðsynlegt að taka þá samninga til endurskoðunar. Hatoyama telur best að færa herstöðvarnar alveg frá Okinawa, en Bandaríkjamenn vilja færa þær á afskekktari stað á eyjunum, eins og um var samið árið 2006. „Við Yukio vorum báðir kosnir út á loforð um breytingar,“ sagði Obama. Hann sagði verkefnið nú vera að finna nýjar leiðir til að endurnýja tengsl landanna. Hann sagði tengsl Japans og Bandaríkjanna vera á jafnræðisgrundvelli og markmið beggja væri að tryggja vörn Japans með sem minnstu raski fyrir íbúana. Obama verður á ferð um Asíu næstu vikuna til þess að styrkja tengsl Bandaríkjanna við þennan heimshluta, sem nú er í miklum uppgangi. Hann ætlar næst til Singapúr, þá til Kína og síðan til Suður-Kóreu. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Barack Obama Bandaríkjaforseti hóf vikulanga Asíuferð sína á því að hitta Yukio Hatoyama, sem nýlega tók við sem forsætisráðherra Japans. Á blaðamannafundi þeirra í Tókýó sagði Obama meðal annars stutt í að hann tæki ákvörðun um framhald hernaðar Bandaríkjamanna í Afganistan. Hann sagðist fyrst vilja tryggja að rétt ákvörðun yrði tekin. Hann sagðist ekki vera að bíða eftir nýjum upplýsingum og neitaði því að hik væri komið á Bandaríkjamenn gagnvart Afganistan. Hatoyama skýrði hins vegar frá því að Japanar myndu hætta að veita eldsneytisaðstöðu fyrir Bandaríkjaher á leiðinni frá Bandaríkjunum til Afganistans. Hann sagði þó að Japanar myndu gefa fimm milljónir dala til uppbyggingar í Afganistan. Þeir Obama og Hatoyama hétu því að styrkja tengsl ríkjanna á ný. Nokkur óvissa hefur þó ríkt um samband Japans og Bandaríkjanna undanfarið. Hatoyama hafði í kosningabaráttunni verið gagnrýninn á náið vinasamband fyrri Japansstjórnar við Bandaríkin, og lagði þá meðal annars áherslu á að herstöðvar Bandaríkjanna í Japan yrðu fluttar frá þéttbýlum svæðum. Eitt viðkvæmasta deilumál ríkjanna snýst um bandarískar herstöðvar á eyjunni Okinawa. Bandaríkjamenn litu svo á að samið hefði verið um framtíð þeirra fyrir þremur árum, en Hatoyama hefur sagt nauðsynlegt að taka þá samninga til endurskoðunar. Hatoyama telur best að færa herstöðvarnar alveg frá Okinawa, en Bandaríkjamenn vilja færa þær á afskekktari stað á eyjunum, eins og um var samið árið 2006. „Við Yukio vorum báðir kosnir út á loforð um breytingar,“ sagði Obama. Hann sagði verkefnið nú vera að finna nýjar leiðir til að endurnýja tengsl landanna. Hann sagði tengsl Japans og Bandaríkjanna vera á jafnræðisgrundvelli og markmið beggja væri að tryggja vörn Japans með sem minnstu raski fyrir íbúana. Obama verður á ferð um Asíu næstu vikuna til þess að styrkja tengsl Bandaríkjanna við þennan heimshluta, sem nú er í miklum uppgangi. Hann ætlar næst til Singapúr, þá til Kína og síðan til Suður-Kóreu. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira