Óttaðist að yfirheyrslur færu á netið 22. september 2009 12:36 Sérstakur saksóknari bankahrunsins óttaðist yfirheyrslur yfir vitnum á hljóð og mynddiskum í Q-Finance málinu, kynnu að berast á netið, fengju verjendur grunaðra þau í hendur. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, og Ólafur Ólafsson, sem var stór eigandi, eru grunaðir um að hafa staðið fyrir sýndarviðskiptum, þegar Al-Thani frá Katar átti að hafa eignast stóran hlut í Kaupþingi rétt fyrir hrunið Hæstiréttur dæmdi í gær að þeir fengju ekki í hendur yfirheyrslur yfir öðrum en þeim sjálfum, nema í formi endurrits. Eða sá er að minnsta kosti skilningur Hæstaréttar á orðinu „skjal". Verjendur hinna grunuðu fengu því ekki afrit af skýrslum yfir öðrum, á hljóð og mynddiskum. „Í þessu máli er byggt á tveimur málsástæðum. Annarsvegar að þetta töldust ekki skjöl heldur önnur gögn sem við ættum að veita þeim aðgang að en ekki að fjölfalda. Hinsvegar að brýnir einkahagsmunir þeirra sem voru teknir upp á hljóð o mynd að þetta færi ekki fjölfaldað frá embættinu," segir Ólafur Þór. Hann bætir því við að ef brýnir einkahagsmunir standa til, þá sé hægt að synja um afhendingu gagna. Vitnað er í bréf frá sérstökum saksóknara, í sératkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar, í Hæstaréttardómnum. Þar segir saksóknarinn að á hljóð- og mynddiskunum færi efni sem varðaði persónuleg málefni þeirra sem í hlut eiga. Væri slíkt efni lagt í hendur verjenda opnist möguleiki á að það færi víðar. „Eftir að gögn sem hægt er að fjölfalda eru farin út frá embættinu þá hefur embættið náttúrulega enga stjórn á því eða möguleika að koma í veg fyrir að gögnin fari víða. Þá er alltaf sú hætta til staðar að þau fari í fjölföldun og þess vegna á netið," segir Ólafur Þór. Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sérstakur saksóknari bankahrunsins óttaðist yfirheyrslur yfir vitnum á hljóð og mynddiskum í Q-Finance málinu, kynnu að berast á netið, fengju verjendur grunaðra þau í hendur. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri, og Ólafur Ólafsson, sem var stór eigandi, eru grunaðir um að hafa staðið fyrir sýndarviðskiptum, þegar Al-Thani frá Katar átti að hafa eignast stóran hlut í Kaupþingi rétt fyrir hrunið Hæstiréttur dæmdi í gær að þeir fengju ekki í hendur yfirheyrslur yfir öðrum en þeim sjálfum, nema í formi endurrits. Eða sá er að minnsta kosti skilningur Hæstaréttar á orðinu „skjal". Verjendur hinna grunuðu fengu því ekki afrit af skýrslum yfir öðrum, á hljóð og mynddiskum. „Í þessu máli er byggt á tveimur málsástæðum. Annarsvegar að þetta töldust ekki skjöl heldur önnur gögn sem við ættum að veita þeim aðgang að en ekki að fjölfalda. Hinsvegar að brýnir einkahagsmunir þeirra sem voru teknir upp á hljóð o mynd að þetta færi ekki fjölfaldað frá embættinu," segir Ólafur Þór. Hann bætir því við að ef brýnir einkahagsmunir standa til, þá sé hægt að synja um afhendingu gagna. Vitnað er í bréf frá sérstökum saksóknara, í sératkvæði Jóns Steinars Gunnlaugssonar, í Hæstaréttardómnum. Þar segir saksóknarinn að á hljóð- og mynddiskunum færi efni sem varðaði persónuleg málefni þeirra sem í hlut eiga. Væri slíkt efni lagt í hendur verjenda opnist möguleiki á að það færi víðar. „Eftir að gögn sem hægt er að fjölfalda eru farin út frá embættinu þá hefur embættið náttúrulega enga stjórn á því eða möguleika að koma í veg fyrir að gögnin fari víða. Þá er alltaf sú hætta til staðar að þau fari í fjölföldun og þess vegna á netið," segir Ólafur Þór.
Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira