Enski boltinn

Portsmouth nálgast yfirtöku

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sulaiman Al Fahim.
Sulaiman Al Fahim.

Viðræður milljarðamæringsins Sulaiman Al Fahim um yfirtöku á Portsmouth eru vel á veg komnar og samkomulag að nást. Al Fahim er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og reyndi að kaupa Manchester City á sínum tíma.

Paul Hart lauk síðasta tímabili sem knattspyrnustjóri Portsmouth og tókst að halda sæti þess í úrvalsdeildinni. Það er þó óvíst hvort hann verði áfram við stjórnvölinn en það ræðst ekki fyrr en yfirtöku er lokið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×