Fótbolti

Hartson útskrifaður af sjúkrahúsi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Hartson í leik með Celtic.
John Hartson í leik með Celtic. Nordic Photos / AFP

John Hartson hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi þar sem hann hefur verið í krabbameinsmeðferð að undanförnu.

Hartson greindist með krabbamein í eistum fyrir mánuði síðan en meinið hafði einnig dreift sér í lungu og heila.

Hann mun áfram gangast undir lyfjameðferðir til að vinna bug á meininu.

Fjölskylda hans hefur gefið út yfirlýsingu þar sem öllum starfsmönnum á þeim tveimur sjúkrahúsum sem hann dvaldi á var þakkað fyrir að hjálpa John.

Hartson er 34 ára gamall og lék á sínum tíma með Arsenal, Celtic og landsliði Wales. Fjölmargir hafa sent honum batnaðarkveðjur og í síðustu viku kom hann opinberlega fram þar sem hann þakkaði fyrir hlýhuginn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×