Enski boltinn

Hull að fá nýjan framherja

Ómar Þorgeirsson skrifar
Phil Brown.
Phil Brown. Nordic photos/AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Hull hefur ekki farið leynt með leit sína að nýjum framherja í sumar og líst yfir áhuga á Michael Owen, Bobby Zamora, Daryl Murphy og Fraizer Campbell án þess að fá neitt fyrir sinn snúð.

Nú virðast hlutirnir hins vegar vera að gerast á KC-leikvanginum því félagið hefur þegar tryggt sér þjónustu Bandaríkjamannsins Jozy Altidore á lánssamningi frá Villarreal og þá er framherjinn Kemal Ghilas talinn vera búinn að ná samkomulagi við félagið en hann kemur frá Celta Vigo.

Bæði Blackburn og Bolton voru orðuð við leikmanninn fyrr í sumar en samkvæmt Sky Sports fréttastofunni er knattspyrnustjórinn Phil Brown búinn að sannfæra Ghilas um að framtíð hans sé hjá Hull.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×