Fótbolti

Stórt tap hjá Vaduz

Guðmundur Steinarsson
Guðmundur Steinarsson

Íslendingalið Vaduz í svissnesku úrvalsdeildinni mátti sætta sig við 5-0 skell gegn toppliði FC Zurich í dag og situr því enn í næstneðsta sæti deildarinnar.

Guðmundur Steinarsson var í byrjunarliði Vaduz í dag en var skipt af velli fyrir Stefán Þórðarsson þegar rúmar tíu mínútur voru til leiksloka.

Vaduz-menn léku manni færri frá 28. mínútu leiksins þegar einum leikmanna liðsins var vikið af leikvelli.

Vaduz er í 9. sæti deildarinnar með 18 stig, fimm stigum meira en botnlið Luzern, en þremur stigum minna en Sion sem er í 8. sæti með 21 stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×