Fótbolti

Kynlífshneyksli hjá Fenerbahce

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Christoph Daum.
Christoph Daum.

Hinn þýski þjálfari Fenerbahce, Christoph Daum, hefur viðurkennt að nokkrir leikmenn liðsins séu viðriðnir kynlífshneyksli sem tröllríður öllu í tyrkneskum fjölmiðlum þessa dagana.

Samkvæmt fréttum stóðu knattspyrnumenn fyrir kynlífs-maraþoni á hóteli í Istanbúl.

„Því miður eru þessar sögur sannar. Ég er í losti yfir þessum tíðindum. Ég átti aldrei von á því að mínir leikmenn tækju þátt í slíku athæfi," sagði Daum sem er nú enginn kórdrengur sjálfur en hann var kókaínfíkill á sínum tíma.

Fenerbahce hefur sett viðkomandi leikmenn á sölulista.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×