Tottenham hefur leyst brasilíska bakvörðinn Gilberto undan samningi. Þessi 33 ára leikmaður kom frá Herthu í Berlín í janúar 2008 en fann sig engan veginn hjá Lundúnaliðinu og lék aðeins tíu leiki.
Fleiri hræringar eru á leikmannahópi Tottenham sem hefur lánað markvörðinn Ben Alnwick til Norwich í þrjá mánuði.