Manchester United lenti tvívegis undir í vináttuleik sínum gegn FC Seúl í dag en leikurinn er hluti af æfingaferð United í Asíu. Samt sem áður náðu Englandsmeistararnir að tryggja sér sigurinn.
Wayne Rooney, Federico Macheda og Dimitar Berbatov skoruðu mörk United en sá búlgarski tryggði sigurinn með skalla. Paul Scholes átti síðan sláarskot rétt í lokin.
Byrjunarlið United: Kuszczak; O'Shea, Ferdinand, Brown, Evra; Fletcher, Anderson, Carrick, Giggs; Rooney, Macheda.
Varamenn: Van der Sar, Evans, Fabio, Scholes, Nani, Tosic, Gibson, Park, Owen, Berbatov.