Fótbolti

Man. City lagði Barcelona - stórsigur hjá Real

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eiður Smári í baráttu við Tevez í kvöld.
Eiður Smári í baráttu við Tevez í kvöld.

Man. City gerði sér lítið fyrir í kvöld og skellti Barcelona í vináttuleik en leikið var á Nou Camp. Það var Martin Petrov sem skoraði eina mark leiksins á 28. mínútu.

Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona í kvöld og lék allan leikinn.

Real Madrid lenti aftur á móti ekki í neinum vandræðum gegn Dortmund og vann stórsigur, 5-0. Það var einnig vináttuleikur.

Granero, Robben, Higuain, Kaká og Raul skoruðu mörk Real Madrid í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×