Enski boltinn

Newcastle nálgast sölu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Mike Ashley meðal stuðningsmanna.
Mike Ashley meðal stuðningsmanna.

Að minnsta kosti tvö tilboð hafa borist í Newcastle sem standast uppsett söluverð. Þetta staðfesti Derek Llambias, stjórnarmaður hjá Newcastle, í dag.

Eigandinn Mike Ashley sagði í síðasta mánuði að hann myndi sætta sig við tilboð upp á 100 milljónir punda í félagið sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Þegar hann setti félagið upphaflega á sölu vonaðist hann eftir því að fá í kringum 300 milljónir punda fyrir það.

Vitað er að fyrrum eigandi Newcastle, Freddie Shepherd, hefur sýnt áhuga á að eignast það að nýju. Þá eru hópar fjárfesta frá Singapúr og Malasíu sem hafa lýst yfir áhuga á að taka yfir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×