Roy vann verðlaun Norðurlandaráðs 16. október 2008 06:00 Roy Anderson hlaut kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs. Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson og framleiðandi hans Pernilla Sandström fengu í gær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir kvikmyndina Þið, sem lifið: „Í þessari stórkostlegu kvikmynd Þið, sem lifið veltir Roy Andersson fyrir sér lífinu, dauðanum og veikleikum mannskepnunnar. Með einstökum stílog tilþrifum í myndatöku og frásagnartakti vekur þessi sinfónía daglegs lífs okkur til umhugsunar um gildi kvikmynda, en kennir okkur líka að skynja kvikmyndafrásögn á nýjan hátt. Í stað hefðbundinnar línulegrar frásagnar er Þið, sem lifið gerð úr röð samsettra atriða, sögubrotum úr heimi sem er í senn dapur og afkáralega fyndinn. Þessar meinfyndnu og tragísku svipmyndir sýna okkur manninn í sinni fegurstu og ljótustu mynd, þær koma okkur til að hlæja og vekja okkur til umhugsunar. Í stuttu máli minnir Þið, sem lifið okkur á kosti kvikmyndarinnar, að hún getur miðlað afar persónulegri sýn á heiminn,“ segir í áliti dómnefndar. Myndin var frumsýnd í Cannes 2007 í Un Certain Regard-keppninni. Hún var framlag Svía til Óskarsverðlaunanna. Hún vann einnig til Gullþrennu-verðlaunanna í Chicago í ár og er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Anderson sagði í gær verðlaunin hafa mikla þýðingu: „ Ég tel ástæðu til að hrósa Norðurlandaráði fyrir viðleitni til að setja kvikmyndina á stall og meta sem æðri list, eins og gert hefur verið með öðrum verðlaunum fyrir tónlist og bókmenntir. En auk þess heiðurs sem verðlaunin eru mér skipta þau einnig máli í raun, vegna þess að peningarnir sem fylgja viðurkenningunni veita mér einstakt tækifæri til að flýta rannsókn og handritagerð fyrir næstu kvikmynd mína, en þar mun mér gefast tækifæri til að nýta nýja tækni.“ Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Sænski kvikmyndaleikstjórinn Roy Anderson og framleiðandi hans Pernilla Sandström fengu í gær kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2008 fyrir kvikmyndina Þið, sem lifið: „Í þessari stórkostlegu kvikmynd Þið, sem lifið veltir Roy Andersson fyrir sér lífinu, dauðanum og veikleikum mannskepnunnar. Með einstökum stílog tilþrifum í myndatöku og frásagnartakti vekur þessi sinfónía daglegs lífs okkur til umhugsunar um gildi kvikmynda, en kennir okkur líka að skynja kvikmyndafrásögn á nýjan hátt. Í stað hefðbundinnar línulegrar frásagnar er Þið, sem lifið gerð úr röð samsettra atriða, sögubrotum úr heimi sem er í senn dapur og afkáralega fyndinn. Þessar meinfyndnu og tragísku svipmyndir sýna okkur manninn í sinni fegurstu og ljótustu mynd, þær koma okkur til að hlæja og vekja okkur til umhugsunar. Í stuttu máli minnir Þið, sem lifið okkur á kosti kvikmyndarinnar, að hún getur miðlað afar persónulegri sýn á heiminn,“ segir í áliti dómnefndar. Myndin var frumsýnd í Cannes 2007 í Un Certain Regard-keppninni. Hún var framlag Svía til Óskarsverðlaunanna. Hún vann einnig til Gullþrennu-verðlaunanna í Chicago í ár og er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna. Anderson sagði í gær verðlaunin hafa mikla þýðingu: „ Ég tel ástæðu til að hrósa Norðurlandaráði fyrir viðleitni til að setja kvikmyndina á stall og meta sem æðri list, eins og gert hefur verið með öðrum verðlaunum fyrir tónlist og bókmenntir. En auk þess heiðurs sem verðlaunin eru mér skipta þau einnig máli í raun, vegna þess að peningarnir sem fylgja viðurkenningunni veita mér einstakt tækifæri til að flýta rannsókn og handritagerð fyrir næstu kvikmynd mína, en þar mun mér gefast tækifæri til að nýta nýja tækni.“
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira