Fótbolti

Glanspíurnar verða eftir heima

Wayne Rooney þarf líklega að skilja konuna eftir heima þegar hann spilar landsleiki
Wayne Rooney þarf líklega að skilja konuna eftir heima þegar hann spilar landsleiki NordicPhotos/GettyImages

Enski landsliðsmaðurinn Rio Ferdinand segir að Fabio Capello hafi sett enska landsliðinu strangari reglur en forveri hans Sven-Göran Eriksson.

Eitt af því sem Ítalinn hefur tekið fyrir er fárið í kring um konur og kærustur ensku landsliðsmannanna, en þær skipa margar stóran sess á síðum slúðurblaðanna.

Svo virðist sem Capello hafi fengið nóg af fárinu í kring um eiginkonurnar og Ferdinand er ekki frá því að það sé að skila liðinu betri árangri í undankeppni HM.

"Þetta var orðið eins og sirkus þegar kom að konunum og kærustunum. Það var eins og væri alltaf sýning í kring um landsliðið og fótboltinn var í öðru sæti. Það var verið að spá í það hvernig fólk klæddi sig og hvert það væri að fara í stað þess að hugsa um leikina. Menn komast ekki á mörg stórmót á ferlinum og það er eins gott að hafa fulla einbeitingu," sagði Ferdinand í samtali við Sun.

Eiginkonur manna eins og Ashley Cole og David Beckham eru sjálfar stjörnur í tónlistinni, en nokkrar stúlkurnar hafa brotist til "frægðar" fyrir það eitt að vera með enskum landsliðsmönnum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×