Enski boltinn

Heskey gæti farið í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Emile Heskey fagnar marki á síðustu leiktíð ásamt Marcus Bent.
Emile Heskey fagnar marki á síðustu leiktíð ásamt Marcus Bent. Nordic Photos / Getty Images

Dave Whelan, stjórnarformaður Wigan, hefur gefið til kynna að Emile Heskey gæti verið seldur frá félaginu í janúar næstkomandi.

Núverandi samningur Heskey við Wigan rennur út í lok tímabilsins og ekki ólíklegt að félagið muni frekar að kjósa að selja hann í janúar í stað þess að fá ekki neitt fyrir hann í sumar.

Liverpool, Aston Villa og Tottenham eru öll sögð spennt fyrir leikmanninum sem er 30 ára gamall. Hann hefur átt góðu gengi að fagna í ár, bæði með félaginu sem og enska landsliðinu.

„Samningur Emile rennur út í sumar en sem stendur vill hann ekki skrifa undir nýjan samning," sagði Whelan. „Það gæti kostað okkur tvær, þrjár eða fjórar milljónir punda að missa hann í sumar. Við verðum því að bíða og sjá til hvað gerist í janúar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×