Markalaust hjá Liverpool og West Ham Elvar Geir Magnússon skrifar 1. desember 2008 19:45 Úr leiknum í kvöld. Liverpool er með eins stigs forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn West Ham í kvöld. Úrslitin eru þó klárlega vonbrigði fyrir Liverpool sem var mun sterkara liðið í kvöld. West Ham fékk þó sín færi og til að mynda þá átti Craig Bellamy skot í stöngina í fyrri hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana í heild sinni hér að neðan. ______________ Liverpool - West Ham 0-0 21:53 Leik lokið - Annað 0-0 jafnteflið í röð á Anfield. Ryan Babel átti stórhættulegt skot í viðbótartímanum en naumlega framhjá. Þá átti West Ham einnig hættulega sókn en niðurstaðan markalaust jafntefli. 21:49 Dirk Kuyt fékk gott færi en Robert Green varði. Hinumegin fékk Luis Boa Morte fínt færi en skotið var arfadapurt. Venjulegum leiktíma er lokið. 21:45 „Á ég að trúa því að hann hafi fengið boltann í höndina? Já hann gerði það. Ég er sannfærður um að þetta sé heimsmet," segir Guðmundur Benediktsson. Ilunga hefur fengið knöttinn það oft í höndina í leiknum að ég er hættur að hafa tölu á því. 21:42 Hyypia enn og aftur hættulegur, klárlega hættulegasti leikmaður Liverpool sóknarlega í þessum leik. Um sjö mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Fáum við ekkert mark? Brynjar Björn Gunnarsson er kominn inn sem varamaður í leik Reading og Coventry. 21:37 Reading - Coventry 3-1Noel Hunt að skora sitt annað mark og innsigla sigur Reading. Aron Einar Gunnarsson er farinn af velli hjá Coventry en hann hafði nælt sér í gult spjald í fyrri hálfleik og var síðan skipt af velli í þeim síðari. 21:28 David Ngog kominn inn sem varamaður fyrir Robbie Keane. „Skiljanlegt. Keane ekki staðið undir væntingum í kvöld," segir Guðmundur Benediktsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. West Ham var nálægt því að skora rétt áðan þegar Carlton Cole skallaði rétt framhjá eftir hornspyrnu. 21:16 Benayoun fékk mjög gott færi þegar boltinn barst til hans í teignum og átti Ísraelsmaðurinn gott skot. Robert Green varði hinsvegar frábærlega í markinu. 21:09 Seinni hálfleikur er farinn af stað og um 5 mínútur liðnar af honum án þess að nokkuð markvert hafi gerst á þeim tíma. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik. 20:48 Kominn hálfleikur á Anfield. Markalaust. Liverpool mun sterkara liðið á vellinum og Hyypia búinn að fá bestu færin. En bestu tilraunina átti Bellamy þegar hann þrumaði í stöngina. 20:43 Craig Bellamy með hörkuskot í innanverða stöngina á marki Liverpool! Þarna mátti engu muna að Bellamy kæmi West Ham yfir gegn sínum gömlu félögum algjörlega gegn gangi leiksins. Það má ekki útiloka West Ham. Reading - Coventry 2-1 Kalifa Cisse hefur komið Reading yfir fimm mínútum eftir að Hunt jafnaði. Hörkuleikur í Coca Cola deildinni. 20:39 Reading - Coventry 1-1Noel Hunt hefur jafnað fyrir Reading. Liverpool er 86% með boltann. Það segir það sem segja þarf. Átta mínútur til hálfleiks. 20:29 West Ham má teljast heppið að vera ekki lent undir. Carlton Cole bjargaði á marklínu áðan eftir skalla frá Hyypia. Stefnir í langt kvöld hjá lærisveinum Gianfranco Zola ef þeir ætla að halda áfram á þessari braut. Reading - Coventry 0-1Daniel Fox búinn að koma Coventry yfir með marki beint úr aukaspyrnu. 20:20 Liverpool búið að fá tvö góð færi. Riera kom boltanum framhjá Green markverði en Collins kom til bjargar og hindraði að hann færi í netið. Stuttu seinna skallaði Hyypia naumlega yfir eftir hornspyrnu. 20:13 Þetta fer fremur rólega af stað og ekkert alvöru færi á fyrstu 10 mínútunum en heimamenn mun meira með boltann. Liverpool vildi fá dæmda hendi á Ilunga innan teigs en dómarinn dæmdi ekkert. 20:02 Leikurinn er farinn af stað á Anfield. Athygli vekur að George Gillett, annar af eigendum Liverpool, er á meðal gesta en hann hefur ekki mætt á völlinn síðan Liverpool vann Manchester United. 19:50 Við munum einnig fylgjast með gangi mála í Íslendingaslag Reading og Coventry í ensku 1. deildinni sem hefst einnig klukkan 20. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum. Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Coventry.19:45 Byrjunarlið Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Dossena, Benayoun, Gerrard, Alonso, Riera, Kuyt, Keane. (Varamenn: Cavalieri, Agger, Babel, Mascherano, Leiva Lucas, Insua, Ngog) Byrjunarlið West Ham: Green, Neill, Collins, Upson, Ilunga, Faubert, Parker, Mullins, Behrami, Bellamy, Cole. (Varamenn: Boa Morte, Noble,Lastuvka, Tristan, Davenport, Collison, Di Michele) Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira
Liverpool er með eins stigs forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn West Ham í kvöld. Úrslitin eru þó klárlega vonbrigði fyrir Liverpool sem var mun sterkara liðið í kvöld. West Ham fékk þó sín færi og til að mynda þá átti Craig Bellamy skot í stöngina í fyrri hálfleik. Leikurinn var í beinni textalýsingu hér á Vísi og má lesa hana í heild sinni hér að neðan. ______________ Liverpool - West Ham 0-0 21:53 Leik lokið - Annað 0-0 jafnteflið í röð á Anfield. Ryan Babel átti stórhættulegt skot í viðbótartímanum en naumlega framhjá. Þá átti West Ham einnig hættulega sókn en niðurstaðan markalaust jafntefli. 21:49 Dirk Kuyt fékk gott færi en Robert Green varði. Hinumegin fékk Luis Boa Morte fínt færi en skotið var arfadapurt. Venjulegum leiktíma er lokið. 21:45 „Á ég að trúa því að hann hafi fengið boltann í höndina? Já hann gerði það. Ég er sannfærður um að þetta sé heimsmet," segir Guðmundur Benediktsson. Ilunga hefur fengið knöttinn það oft í höndina í leiknum að ég er hættur að hafa tölu á því. 21:42 Hyypia enn og aftur hættulegur, klárlega hættulegasti leikmaður Liverpool sóknarlega í þessum leik. Um sjö mínútur eru eftir af venjulegum leiktíma. Fáum við ekkert mark? Brynjar Björn Gunnarsson er kominn inn sem varamaður í leik Reading og Coventry. 21:37 Reading - Coventry 3-1Noel Hunt að skora sitt annað mark og innsigla sigur Reading. Aron Einar Gunnarsson er farinn af velli hjá Coventry en hann hafði nælt sér í gult spjald í fyrri hálfleik og var síðan skipt af velli í þeim síðari. 21:28 David Ngog kominn inn sem varamaður fyrir Robbie Keane. „Skiljanlegt. Keane ekki staðið undir væntingum í kvöld," segir Guðmundur Benediktsson sem lýsir leiknum á Stöð 2 Sport. West Ham var nálægt því að skora rétt áðan þegar Carlton Cole skallaði rétt framhjá eftir hornspyrnu. 21:16 Benayoun fékk mjög gott færi þegar boltinn barst til hans í teignum og átti Ísraelsmaðurinn gott skot. Robert Green varði hinsvegar frábærlega í markinu. 21:09 Seinni hálfleikur er farinn af stað og um 5 mínútur liðnar af honum án þess að nokkuð markvert hafi gerst á þeim tíma. Engar breytingar voru gerðar á liðunum í hálfleik. 20:48 Kominn hálfleikur á Anfield. Markalaust. Liverpool mun sterkara liðið á vellinum og Hyypia búinn að fá bestu færin. En bestu tilraunina átti Bellamy þegar hann þrumaði í stöngina. 20:43 Craig Bellamy með hörkuskot í innanverða stöngina á marki Liverpool! Þarna mátti engu muna að Bellamy kæmi West Ham yfir gegn sínum gömlu félögum algjörlega gegn gangi leiksins. Það má ekki útiloka West Ham. Reading - Coventry 2-1 Kalifa Cisse hefur komið Reading yfir fimm mínútum eftir að Hunt jafnaði. Hörkuleikur í Coca Cola deildinni. 20:39 Reading - Coventry 1-1Noel Hunt hefur jafnað fyrir Reading. Liverpool er 86% með boltann. Það segir það sem segja þarf. Átta mínútur til hálfleiks. 20:29 West Ham má teljast heppið að vera ekki lent undir. Carlton Cole bjargaði á marklínu áðan eftir skalla frá Hyypia. Stefnir í langt kvöld hjá lærisveinum Gianfranco Zola ef þeir ætla að halda áfram á þessari braut. Reading - Coventry 0-1Daniel Fox búinn að koma Coventry yfir með marki beint úr aukaspyrnu. 20:20 Liverpool búið að fá tvö góð færi. Riera kom boltanum framhjá Green markverði en Collins kom til bjargar og hindraði að hann færi í netið. Stuttu seinna skallaði Hyypia naumlega yfir eftir hornspyrnu. 20:13 Þetta fer fremur rólega af stað og ekkert alvöru færi á fyrstu 10 mínútunum en heimamenn mun meira með boltann. Liverpool vildi fá dæmda hendi á Ilunga innan teigs en dómarinn dæmdi ekkert. 20:02 Leikurinn er farinn af stað á Anfield. Athygli vekur að George Gillett, annar af eigendum Liverpool, er á meðal gesta en hann hefur ekki mætt á völlinn síðan Liverpool vann Manchester United. 19:50 Við munum einnig fylgjast með gangi mála í Íslendingaslag Reading og Coventry í ensku 1. deildinni sem hefst einnig klukkan 20. Ívar Ingimarsson er í byrjunarliði Reading en Brynjar Björn Gunnarsson á bekknum. Aron Einar Gunnarsson er í byrjunarliði Coventry.19:45 Byrjunarlið Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Hyypia, Dossena, Benayoun, Gerrard, Alonso, Riera, Kuyt, Keane. (Varamenn: Cavalieri, Agger, Babel, Mascherano, Leiva Lucas, Insua, Ngog) Byrjunarlið West Ham: Green, Neill, Collins, Upson, Ilunga, Faubert, Parker, Mullins, Behrami, Bellamy, Cole. (Varamenn: Boa Morte, Noble,Lastuvka, Tristan, Davenport, Collison, Di Michele)
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Sjá meira