Fótbolti

Del Piero með Ítalíu í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Donadoni og félagar fagna sigrinum á Skotum í haust.
Donadoni og félagar fagna sigrinum á Skotum í haust. Nordic Photos / Getty Images
Roberto Donadoni, landsliðsþjálfari Ítalíu, sagði í viðtali sem birt var í dag að eins og málin standa nú verður Alessandro Del Piero í landsliðshópnum sem fer á EM í sumar.

Del Piero byrjaði leiktíðina á bekknum hjá Juventus en hefur átt góðu gengi að fagna eftir áramót. Raddir þess efnis að hann eigi skilið landsliðsæti á nýjan leik hafa gerst sífellt háværri. Hann hefur skorað átján mörk í deildinni á tímabilinu.

Spurður hvort að hann myndi kalla Del Piero í landsliðshópinn sagði Donadoni að slíkt hefði ekki gerst fyrir tíu mánuðum. „Í dag, já. Staðreyndirnar tala sínu máli en ég mun ræða leikmannahóp minn fyrir EM í sumar þegar það á betur við."

Samningur Donadoni við ítalska knattspyrnusambandið rennur út í sumar en það bauð honum skilyrta framlengingu á samningnum sem Donadoni hafnaði.

„Ef ég hefði tekið því hefði ég tapað sjálfsvirðingunni. En við stefnum á sigur á mótinu. Við stefnum hátt, það er ekki spurning. Ef við skiljum eftir mótið þá gerum við það á góðum nótum."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×