Fótbolti

Leikmenn Boavista farnir í verkfall

Leikmenn Boavista fá ekki launin sín og ætla ekki að mæta í leik sinn á sunnudag
Leikmenn Boavista fá ekki launin sín og ætla ekki að mæta í leik sinn á sunnudag AFP

Talsmaður leikmannasamtakanna í Portúgal hefur staðfest að leikmenn Boavista séu farnir í verkfall. Þeir hafa ekki fengið borguð laun í tvo mánuði og ætla því ekki að mæta til leiks gegn Nacional Madeira í úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Leikmennirnir hótuðu að fara í verkfall í síðustu viku og krefjast þess að fá laun sín fyrir febrúar og mars - auk 60% launa sinna fyrir desember.

Boavista er í 10. sæti úrvalsdeildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×