Lífið

Sigurður Einarsson keypti hús fyrir 10 milljónir punda

Frétt The Sun um málið
Frétt The Sun um málið

Sigurður Einarsson stjórnarformaður Kaupþings er sagður hafa keypt sér hús í London fyrir 10,5 milljónir punda eða um tvo milljarða íslenskra króna. Húsið keypti Sigurður aðeins örfáum mánuðum áður en Kaupþing var þjóðnýttur.

Það eru bresku blöðin Daily Mail og The Sun sem segja frá fasteignakaupum Sigurðar en hann er sagður hafa borgað 2,5 milljónir punda yfir ásettu verði.

Húsið hafði verið á sölu í nokkrar vikur án þess að seljast samkvæmt The Sun sem bendir einnig á að á síðasta ári hafi tvær svipaðar eignir selst í sömu götu á fjórar og fimm milljónir punda. Húsíð er með fjórum svefnherbergjum og er staðsett í Vestur-Lundúnum.



Sigurður Einarsson

Samkvæmt frétt The Sun var það Kaupþing sem fjármagnaði kaup Sigurðar á húsinu. Þar kemur einnig fram að Sigurður og frú hafi þegar eytt um 600.000 pundum í endurbætur.

„Margir hluthafar í bankanum hans hljóta að vera brjálaðir yfir svona eyðslu þegar hann vissi að bankinn hans var í vandræðum," segir heimildarmaður The Sun sem síðan tekur fram að einn af hluthöfum Kaupþings sé sjónvarpskokkurinn skapbráði Gordon Ramsey.

Þess má geta að Sigurður Einarsson átti rúma sex milljarða í Kaupþing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×