Fótbolti

Sepp Blatter slapp ómeiddur úr bílslysi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sepp Blatter, forseti FIFA.
Sepp Blatter, forseti FIFA. Nordic Photos / Getty Images

Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins, lenti í bílslysi í Sviss um helgina en slapp ómeiddur frá þeirri raun.

Eftir því sem kemur fram í þýska dagblaðinu Bild var Blatter að koma út úr göngum þegar hann tók fram úr öðrum bíl á Mercedes Benz-bifreið sinni.

Hann hins vegar ók utan í bílinn sem hann tók fram úr og lenti í kjölfarið á Golf-bifreið sem kom úr gagnstæðri átt. Hinn ökumaðurinn slapp lítið meiddur.

Talsmaður FIFA staðfesti að Blatter hafi lent í slysinu en hann mætti engu að síður til vinnu á mánudagsmorgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×