Johnny Metgod, fyrrum varnarmaður Real Madrid, hefur sagt upp stöðu sinni sem þjálfari hjá hollenska liðinu Feyenoord til að taka við stöðu þjálfara hjá Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni.
Tony Adams knattspyrnustjóri Portsmouth er Metgod að góðu kunnur síðan þeir unnu saman hjá Feyenoord árið 2005.
"Adams er áberandi maður í enska boltanum en ég held að hann sé líka undir talsverðum áhrifum frá Hollandi. Samband okkar hjá Feyenoord var einstakt á sínum tíma og hefur haldist gott síðan," sagði Metgod, sem einnig lék með Nottingham Forest og Tottenham.
Hann mun fylla skarð Joe Jordan sem hætti hjá Portsmouth á dögunum til að elta Harry Redknapp til Tottenham.