Mark Hughes, knattspyrnustjóri Manchester City, er nú að ferðast til Abu Dhabi til fundar við sjeik Mansour Bin Zayed Al Nahyan, eiganda félagsins. Umræður hafa verið um framtíð Hughes í starfi.
„Þessi fundur var planaður fyrir mörgum vikum. Þetta tengist þeim umræðum því ekkert," sagði talsmaður City við BBC. Þetta verður fyrsti fundur þessara tveggja manna og kemur hann á óheppilegum tíma fyrir Hughes þar sem City hefur tapað þremur deildarleikjum í röð.
City er aðeins stígi frá fallsvæði ensku úrvalsdeildarinnar sem er varla í takt við væntingar nýju eiganda félagasins. Í gær var gefin út yfirlýsing þar sem eigendur City lýstu yfir stuðningi við Hughes.
The Sun birti frétt í morgun um að eignedur Manchester City vilji fá Jose Mourinho til að taka við liðinu. Félagið hefur neitað þeim fréttum.