Enski boltinn

Andy Cole er hættur

Cole kom víða við á löngum ferli
Cole kom víða við á löngum ferli NordicPhotos/GettyImages

Enski framherjinn Andy Cole hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir glæsilegan 19 ára feril.

Cole hefur leikið með mörgum sterkum liðum á ferlinum eins og Blackburn, Newcastle og Manchester United, en hann á auk þess að baki 15 landsleiki.

Cole er í öðru sæti yfir markahæstu menn í sögu úrvalsdeildarinnar á eftir Alan Shearer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×