Tíu verstu kaup sumarsins Elvar Geir Magnússon skrifar 8. desember 2008 17:30 Robbie Keane. Daily Telegraph tók saman lista yfir tíu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar síðasta sumar. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna. 1. Robbie Keane (Tottenham - Liverpool, £20 milljónir) Keane átti að vera hinn fullkomni félagi fyrir Fernando Torres í sókn Liverpool. Annað hefur komið á daginn og í 22 leikjum sínum í rauða búningnum hefur hann aðeins þrívegis leikið allar 90 mínúturnar. Var geymdur á bekknum um nýliðna helgi. 2. Jo (CSKA Moskva - Manchester City, £19 milljónir) Keyptur á metfé til Manchester City en þessi brasilíski leikmaður hefur aðeins skorað eitt deildarmark. Hefur ekki verið í byrjunarliðinu í deildinni síðan í október. 3. Heurelho Gomes (PSV Eindhoven - Tottenham, £7.8 milljónir) Markvarðarvandræði Tottenham voru alls ekki leyst með kaupunum á Gomes. Hefur gert ófá mistökin og stuðningsmenn Tottenham þora varla að horfa þegar andstæðingarnir ná fyrirgjöf fyrir markið. 4. Giovani Dos Santos (Barcelona - Tottenham, £8.6 milljónir) Hefur klárlega mikla hæfileika en er alls ekki að finna sig í enska boltanum eins og margir óttuðust. Virðist ekki vera í áætlunum Harry Redknapp. 5. Dave Kitson (Reading - Stoke City, £5.5 milljónir) Stoke hélt að félagið væri að kaupa mörk með kaupunum á Kitson. En það varð alls ekki raunin. 6. Xisco (Deportivo La Coruna - Newcastle, £5.7 milljónir) Jimenez Tejeda Xisco hefur alls ekki náð að aðlagast lífinu í Bretlandi. Hefur átt við meiðsli að stríða en þegar hann hefur náð að spreyta sig hefur hann lítið sem ekkert sýnt. 7. Nicky Shorey (Reading - Aston Villa, £3 milljónir) Gaf Middlesbrough mark snemma í nóvember og hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan. Shorey er eini vinstri bakvörður Aston Villa en náði samt að missa sæti sitt til Luke Young sem er vanari því að spila sem hægri bakvörður. 8. Johan Elmander (Toulouse - Bolton, £11 milljónir) Hann skoraði vissulega gegn Sunderland en samt sem áður er alls ekki hægt að segja að hann hafi staðið undir væntningum í enska boltanum. 9. Pascal Chimbonda, Teemu Tainio og Steed Malbranque (Tottenham - Sunderland, óuppgefið kaupverð) Sunderland keypti þrjá í pakka frá Tottenham. Staðan í deildinni lýgur ekki og þessir leikmenn hafa ekki náð að bæta Sunderland sem lið. 10. Marvin Emnes (Sparta Rotterdam - Middlesbrough, £3.2 milljónir) Marvin hver? Middlesbrough hefur ekki unnið einn af þeim þremur deildarleikjum þar sem Emnes hefur komið við sögu. Hann er vissulega bara tvítugur en hefur Middlesbrough efni á að borga þetta mikið fyrir varaliðsleikmann? Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira
Daily Telegraph tók saman lista yfir tíu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar síðasta sumar. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna. 1. Robbie Keane (Tottenham - Liverpool, £20 milljónir) Keane átti að vera hinn fullkomni félagi fyrir Fernando Torres í sókn Liverpool. Annað hefur komið á daginn og í 22 leikjum sínum í rauða búningnum hefur hann aðeins þrívegis leikið allar 90 mínúturnar. Var geymdur á bekknum um nýliðna helgi. 2. Jo (CSKA Moskva - Manchester City, £19 milljónir) Keyptur á metfé til Manchester City en þessi brasilíski leikmaður hefur aðeins skorað eitt deildarmark. Hefur ekki verið í byrjunarliðinu í deildinni síðan í október. 3. Heurelho Gomes (PSV Eindhoven - Tottenham, £7.8 milljónir) Markvarðarvandræði Tottenham voru alls ekki leyst með kaupunum á Gomes. Hefur gert ófá mistökin og stuðningsmenn Tottenham þora varla að horfa þegar andstæðingarnir ná fyrirgjöf fyrir markið. 4. Giovani Dos Santos (Barcelona - Tottenham, £8.6 milljónir) Hefur klárlega mikla hæfileika en er alls ekki að finna sig í enska boltanum eins og margir óttuðust. Virðist ekki vera í áætlunum Harry Redknapp. 5. Dave Kitson (Reading - Stoke City, £5.5 milljónir) Stoke hélt að félagið væri að kaupa mörk með kaupunum á Kitson. En það varð alls ekki raunin. 6. Xisco (Deportivo La Coruna - Newcastle, £5.7 milljónir) Jimenez Tejeda Xisco hefur alls ekki náð að aðlagast lífinu í Bretlandi. Hefur átt við meiðsli að stríða en þegar hann hefur náð að spreyta sig hefur hann lítið sem ekkert sýnt. 7. Nicky Shorey (Reading - Aston Villa, £3 milljónir) Gaf Middlesbrough mark snemma í nóvember og hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan. Shorey er eini vinstri bakvörður Aston Villa en náði samt að missa sæti sitt til Luke Young sem er vanari því að spila sem hægri bakvörður. 8. Johan Elmander (Toulouse - Bolton, £11 milljónir) Hann skoraði vissulega gegn Sunderland en samt sem áður er alls ekki hægt að segja að hann hafi staðið undir væntningum í enska boltanum. 9. Pascal Chimbonda, Teemu Tainio og Steed Malbranque (Tottenham - Sunderland, óuppgefið kaupverð) Sunderland keypti þrjá í pakka frá Tottenham. Staðan í deildinni lýgur ekki og þessir leikmenn hafa ekki náð að bæta Sunderland sem lið. 10. Marvin Emnes (Sparta Rotterdam - Middlesbrough, £3.2 milljónir) Marvin hver? Middlesbrough hefur ekki unnið einn af þeim þremur deildarleikjum þar sem Emnes hefur komið við sögu. Hann er vissulega bara tvítugur en hefur Middlesbrough efni á að borga þetta mikið fyrir varaliðsleikmann?
Enski boltinn Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Sjá meira