Tíu verstu kaup sumarsins Elvar Geir Magnússon skrifar 8. desember 2008 17:30 Robbie Keane. Daily Telegraph tók saman lista yfir tíu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar síðasta sumar. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna. 1. Robbie Keane (Tottenham - Liverpool, £20 milljónir) Keane átti að vera hinn fullkomni félagi fyrir Fernando Torres í sókn Liverpool. Annað hefur komið á daginn og í 22 leikjum sínum í rauða búningnum hefur hann aðeins þrívegis leikið allar 90 mínúturnar. Var geymdur á bekknum um nýliðna helgi. 2. Jo (CSKA Moskva - Manchester City, £19 milljónir) Keyptur á metfé til Manchester City en þessi brasilíski leikmaður hefur aðeins skorað eitt deildarmark. Hefur ekki verið í byrjunarliðinu í deildinni síðan í október. 3. Heurelho Gomes (PSV Eindhoven - Tottenham, £7.8 milljónir) Markvarðarvandræði Tottenham voru alls ekki leyst með kaupunum á Gomes. Hefur gert ófá mistökin og stuðningsmenn Tottenham þora varla að horfa þegar andstæðingarnir ná fyrirgjöf fyrir markið. 4. Giovani Dos Santos (Barcelona - Tottenham, £8.6 milljónir) Hefur klárlega mikla hæfileika en er alls ekki að finna sig í enska boltanum eins og margir óttuðust. Virðist ekki vera í áætlunum Harry Redknapp. 5. Dave Kitson (Reading - Stoke City, £5.5 milljónir) Stoke hélt að félagið væri að kaupa mörk með kaupunum á Kitson. En það varð alls ekki raunin. 6. Xisco (Deportivo La Coruna - Newcastle, £5.7 milljónir) Jimenez Tejeda Xisco hefur alls ekki náð að aðlagast lífinu í Bretlandi. Hefur átt við meiðsli að stríða en þegar hann hefur náð að spreyta sig hefur hann lítið sem ekkert sýnt. 7. Nicky Shorey (Reading - Aston Villa, £3 milljónir) Gaf Middlesbrough mark snemma í nóvember og hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan. Shorey er eini vinstri bakvörður Aston Villa en náði samt að missa sæti sitt til Luke Young sem er vanari því að spila sem hægri bakvörður. 8. Johan Elmander (Toulouse - Bolton, £11 milljónir) Hann skoraði vissulega gegn Sunderland en samt sem áður er alls ekki hægt að segja að hann hafi staðið undir væntningum í enska boltanum. 9. Pascal Chimbonda, Teemu Tainio og Steed Malbranque (Tottenham - Sunderland, óuppgefið kaupverð) Sunderland keypti þrjá í pakka frá Tottenham. Staðan í deildinni lýgur ekki og þessir leikmenn hafa ekki náð að bæta Sunderland sem lið. 10. Marvin Emnes (Sparta Rotterdam - Middlesbrough, £3.2 milljónir) Marvin hver? Middlesbrough hefur ekki unnið einn af þeim þremur deildarleikjum þar sem Emnes hefur komið við sögu. Hann er vissulega bara tvítugur en hefur Middlesbrough efni á að borga þetta mikið fyrir varaliðsleikmann? Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira
Daily Telegraph tók saman lista yfir tíu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar síðasta sumar. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna. 1. Robbie Keane (Tottenham - Liverpool, £20 milljónir) Keane átti að vera hinn fullkomni félagi fyrir Fernando Torres í sókn Liverpool. Annað hefur komið á daginn og í 22 leikjum sínum í rauða búningnum hefur hann aðeins þrívegis leikið allar 90 mínúturnar. Var geymdur á bekknum um nýliðna helgi. 2. Jo (CSKA Moskva - Manchester City, £19 milljónir) Keyptur á metfé til Manchester City en þessi brasilíski leikmaður hefur aðeins skorað eitt deildarmark. Hefur ekki verið í byrjunarliðinu í deildinni síðan í október. 3. Heurelho Gomes (PSV Eindhoven - Tottenham, £7.8 milljónir) Markvarðarvandræði Tottenham voru alls ekki leyst með kaupunum á Gomes. Hefur gert ófá mistökin og stuðningsmenn Tottenham þora varla að horfa þegar andstæðingarnir ná fyrirgjöf fyrir markið. 4. Giovani Dos Santos (Barcelona - Tottenham, £8.6 milljónir) Hefur klárlega mikla hæfileika en er alls ekki að finna sig í enska boltanum eins og margir óttuðust. Virðist ekki vera í áætlunum Harry Redknapp. 5. Dave Kitson (Reading - Stoke City, £5.5 milljónir) Stoke hélt að félagið væri að kaupa mörk með kaupunum á Kitson. En það varð alls ekki raunin. 6. Xisco (Deportivo La Coruna - Newcastle, £5.7 milljónir) Jimenez Tejeda Xisco hefur alls ekki náð að aðlagast lífinu í Bretlandi. Hefur átt við meiðsli að stríða en þegar hann hefur náð að spreyta sig hefur hann lítið sem ekkert sýnt. 7. Nicky Shorey (Reading - Aston Villa, £3 milljónir) Gaf Middlesbrough mark snemma í nóvember og hefur ekki fengið mörg tækifæri síðan. Shorey er eini vinstri bakvörður Aston Villa en náði samt að missa sæti sitt til Luke Young sem er vanari því að spila sem hægri bakvörður. 8. Johan Elmander (Toulouse - Bolton, £11 milljónir) Hann skoraði vissulega gegn Sunderland en samt sem áður er alls ekki hægt að segja að hann hafi staðið undir væntningum í enska boltanum. 9. Pascal Chimbonda, Teemu Tainio og Steed Malbranque (Tottenham - Sunderland, óuppgefið kaupverð) Sunderland keypti þrjá í pakka frá Tottenham. Staðan í deildinni lýgur ekki og þessir leikmenn hafa ekki náð að bæta Sunderland sem lið. 10. Marvin Emnes (Sparta Rotterdam - Middlesbrough, £3.2 milljónir) Marvin hver? Middlesbrough hefur ekki unnið einn af þeim þremur deildarleikjum þar sem Emnes hefur komið við sögu. Hann er vissulega bara tvítugur en hefur Middlesbrough efni á að borga þetta mikið fyrir varaliðsleikmann?
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Körfubolti Fleiri fréttir Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Sjá meira