Innlent

Björguðu átta hrossum úr logandi hesthúsi

Slökkviliðsmenn af höfuðborgarsvæðinu björguðu átta hrossum út úr logandi hesthúsi við Sörlaskjól, ofan við Hafnarfjörð laust fyrir klukkan fjögur í nótt.

Hrossin sakaði ekki þótt talsverður reykur hafi vreið orðinn í húsinu. Það var lán í óláni að slökkviliðsmennirnir voru skammt undan að slökkva eld, sem kveiktur hafði verið í mannlausum stolnum bíl, þegar fregnir bárust af eldinum í hesthúsinu og voru þeir því fljótir á vettvang.

Lögregla telur fullvíst að kveikt hafi verið í bílnum og hesthúsinu, en engin sérstakur liggur undir grun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×